sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skapstór en mjög kelinn

1. júlí 2016 kl. 11:24

Þóra Birna og Þórir frá Hólum

Þóra Birna Ingvarsdóttir í léttu spjalli.

Föstudagurinn hér á Hólum hófst á B – úrslitum í unglingaflokki. Þar voru saman komnir átta knapar og hestar að berjast um sæti í A – úrslitum. Örfáar kommur skildu að fyrsta og annað sætið og stóð Þóra Birna uppi sem sigurvegari með hestinn Þóri frá Hólum og mæta þau því aftur á morgun í A – úrslitin.

Þóra Birna og Þórir hafa ekki verið saman nema í nokkra mánuði en hefur þó fengið að fara á bak honum af og til. ,, Mamma á hann og hefur leyft mér að fara af til á bak en svo tók ég alveg við þjálfuninni fyrir nokkrum mánuðum. Ég er svo heppin að mamma var til í lána mér hann til að keppa á Landsmóti,” segir Þóra Birna ánægð með sigurinn sem hún átti ekki von á en hafði alltaf sem markmið. ,, Þórir er stór og sterkur en ofboðslega ljúfur og góður. Hann er rosalega kelinn, svolítið mannlegur í rauninni, en líka mjög skapstór. En hann notar skapið á mjög jákvæðan hátt, enginn vitleysa í honum. Mjúkur, traustur og skemmtilegur og alveg einstakur hestur,” segir Þóra Birna þegar blaðamaður bað hana um að lýsa Þóri.

 

Þrátt fyrir stutt samstarf smella Þóra Birna og Þórir saman og gaman verður að fylgjast með þeim í A – úrslitum á morgun kl. 10.00 og óskar Eiðfaxi þeim góðs gengis.