miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skaparans meistara mynd

odinn@eidfaxi.is
29. júlí 2014 kl. 13:00

Krókur frá Ytra-Dalsgerði

Krókur frá Ytra-Dalsgerði verður til afnota sunnan og norðan heiða í sumar.

Krókur frá Ytra-Dalsgerði er til afnota á Vindhóli í Mosfellsbæ í sumar og á Sæðingastöðinni á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Upplýsingar og pantanir: Anna Bára Ólafsdóttir, s. 861-4186, netfang. vindholl@vindholl.is, Ingólfur Helgason, s. 897-3228, netfang: hagangur@internet.is og Kristinn Hugason, s. 891-9879 netfang: khuga@centrum.is

Folatollurinn með öllu, þ.m.t. vsk. er kr. 150.000,- en afsláttur er veittur komi sami aðili með tvær eða fleiri hryssur undir hestinn.

Kynningarmyndband: http://vimeo.com/58619603 og myndband frá dómi á LM2014: http://www.hestafrettir.is/flottasti-skeidsprettur-motsins-krokur-fra-ytra-dalsgerdi-fekk-10-fyrir-skeid-sja-video/

Krókur hlaut 8,74 í aðaleinkunn á nýafstöðnu landsmóti á Hellu; sköpulag 8,72 og kostir 8,76 og stóð þriðji í elsta flokki stóðhesta. Krókur hlaut 1. verðlaun strax 4 vetra (8,13) og hefur hækkað í aðaleinkunn með hverjum nýjum dómi. Hann var í þriðja sæti í flokki 5 vetra stóðhesta á landsmótinu á Vindeimamelum 2011 (ae. 8,43), í öðru sæti í flokki 6 vetra stóðhesta á landsmótinu í Reykjavík 2012 (ae. 8,60) og hækkaði svo í 8,74 í ár eins og fyrr segir.

Krókur á einnig farsælan keppnisferil á hringvelli en á árinu 2013 keppti hann í gæðingafimi í MD-VÍS með góðum árangri (6,99). Hann keppti einu sinni í fimmgangi F2 og hlaut 7,3 og var vel efstur á stöðulista þess árs í greininni, í fimmgangi F1 keppti hann einnig einu sinni og fékk 7,0 út. Þá keppti hann það ár í A-flokki gæðinga í Fáki og náði þar 5. sæti með einkunnina 8,64.

Krókur er frjósamur en síðustu tvö árin (2012 og ´13) var haldið undir hann rétt um 70 hryssum og er fyljunarprósentan vel yfir 90%. Afkvæmi hans eru heilt yfir stór (Krókur sjálfur er 148 cm á herðar, kynbótamat fyrir hæð +3,1cm) og í glæsileg að gerð og þau fyrstu koma til tamningar nú í haust. Krókur er með 121 stig í kynbótamat aðaleinkunnar (reiknað út frá dómi í forskoðun fyrir LM14).