laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skálinn í Kringlumýri endurbættur

10. febrúar 2010 kl. 10:02

Mynd: www.midengi.is/hestaleiga.htm

Skálinn í Kringlumýri endurbættur

Kerhestar ehf. hafa tekið á leigu skálann í Kringlumýri og standa nú yfir miklar endurbætur á skálanum, verið er að skipta um alla glugga, endurnýja og einangra gólf, setja nýjar dýnur, koma upp eldunaraðstöðu ofl. ofl.

Í skálanum er rennandi vatn og vatnssalerni, gistipláss verður fyrir 25 manns eftir endurbætur, í tveimur flatsængum.

Þeir sem vilja nýta sér skálann næsta sumar er bent á að panta skálann í S: 662-4422.

Auk þess að leigja út skálann bjóða Kerhestar líka upp á hestaferðir, þar sem riðið er frá Miðengi í Grímsnesi inn í Kringlumýri, um Driftina. Daginn eftir er riðið annað hvort um þjóðgarðinn á Þingvöllum eða inn að Laugarvatnsvöllum. Þriðja daginn er svo farið yfir Lyngdalsheiði og heim að Miðengi.