fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skákar enginn Sigurbirni? -

13. apríl 2010 kl. 15:43

Skákar enginn Sigurbirni? -

Með sigri sínum í 150m skeiði og fjórða sæti í gæðingaskeiði hefur Sigurbjörn Bárðarson, Lífland, heldur betur styrkt stöðu sína á toppnum í einstaklingskeppninni. Hann er nú kominn með 50 stig og er ekki hægt að segja annað en að hann sé kominn með aðra hendi á sigur annað árið í röð.

Baráttan um næstu sæti á eftir er mun opnari og eiga margir knapar möguleika á silfri og bronsi í einstaklingskeppninni. Sigurður Sigurðarson, Lýsi, er kominn upp í annað sæti eftir sigur í gæðingaskeiði með 35 stig og Eyjólfur Þorsteinsson, Málning er í því þriðja með 30,5
stig.

Eftir gærkvöldið náði lið Málningar að auka örlítið forskot sitt á hin liðin. En liðið stendur enn á toppnum og er nú með 268,5 stig. Í öðru sæti er lið Árbakka/Hestvits með 254 stig og á hæla þeirra er lið Frumherja með 252 stig.

Lokamót deildarinnar fer síðan fram fimmtudaginn 22.apríl, Sumardaginn fyrsta, í Ölfushöllinni. Þá verður keppt í tölti og fljúgandi skeiði í gegnum höllina og þá mun það vitanlega ráðast hver verður Meistari Meistaranna í ár!

Myndir frá skeiðmótinu eru komnar inná Ljósmyndasafn Eiðfaxa.


Staðan í einstaklingskeppninni:


Sæti Nafn Lið Samtals
1 Sigurbjörn Bárðarson Lífland 50
2 Sigurður Sigurðarson Lýsi 35
3 Eyjólfur Þorsteinsson Málning 30.5
4 Jakob S. Sigurðsson Frumherji 30
5 Viðar Ingólfsson Frumherji 26
6 Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Hestvit 25
7 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga 23.5
8 Sigurður V. Matthíasson Málning 23
9 Hinrik Bragason Árbakki / Hestvit 22
10 Teitur Árnason Árbakki / Hestvit 19
11 Lena Zielinski Lýsi 18.5
12 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter 15
13 Ragnar Tómasson Lífland 13
14 Árni Björn Pálsson Lífland 12
15 - 16 Elvar Þormarsson Top Reiter 11
15 - 16 Halldór Guðjónsson Lýsi 11
17 Valdimar Bergstað Málning 10.5
18 - 19 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Top Reiter 10
18 - 19 Ævar Örn Guðjónsson Lífland 10
20 Sigurður Óli Kristinsson Frumherji 6
21 Artemisia Bertus Auðsholtshjáleiga 5


Hér að neðan er staðan í liðakeppninni:


Sæti Lið Samtals
1 Málning 268.5
2 Árbakki/Hestvit 254
3 Frumherji 252
4 Lífland 242
5 Lýsi 231
5 Auðsholtshjáleiga 191.5
7 Top Reiter 175