föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skagfirska mótaröðin - skráning

18. febrúar 2011 kl. 16:01

Skagfirska mótaröðin - skráning

Fyrsta mót Skagfirsku mótaraðarinnar í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki verður miðvikudaginn 23. febrúar en þá verður keppt í tölti.

Keppt verður í þremum flokkum 1. flokki, 2. flokki og unglingaflokki 16 ára og yngri. A-úrslit verða riðin í öllum flokkum.

Skráning er á svadastadir@simnet.is og í s. 8425240. Gefa verður upp IS-númer hests, nafn knapa og uppá hvora hönd knapi ætlar að byrja (2. og ungl.- flokkur). Skráningargjald er 1500 kr. og greiðist á mótstað áður en keppni hefst.

Keppni hefst kl. 19:30 og húsið opnar kl. 19.