föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skagfirðingar undirbúa Landsmót - Viðtal-

12. mars 2011 kl. 10:48

Skagfirðingar undirbúa Landsmót - Viðtal-

Miðasala á Landsmót 2011 hefst í næstu viku.

Landsmótið verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði daganna 26. júní – 3. júlí nk. Eiðfaxi sló á þráðinn til nýs framkvæmdarstjóra LM ehf. Haraldar Arnar Gunnarssonar sem var í óða önn að gera allt tilbúið fyrir opnun miðasölunnar.

Hann segir að töluverðar breytingar verði gerðar á sýnileika mótsins í ár sem verður kynnt betur þegar nær dregur. „Hins vegar verður keppnisfyrirkomulag og umgjörðin í kringum mótið með hefðbundnu sniði. Við viljum styrkja fjölskylduvænan þátt mótsins. Hestamennska er fjölskylduíþrótt og við viljum því að hestamenn á öllum aldri geti komið á Landsmót og fundið eitthvað fyrir sig, hvort sem það séu börn eða fullorðnir.“

Hann segir að heimamenn í Skagafirði hafi unnið gott starf kringum mótið að undanförnu og að gestir mótsins munu ekki fara varhluta af því. „Margir Skagfirðingar hafa verið kallaðir að borðinu og hafa þeir unnið mjög öflugt undirbúningsstarf. Það er alkunna að Skagfirðingar eru manna bestir í að setja upp góð Landsmót og fjöruga skemmtidagskrá ,“ segir Haraldur að lokum.