sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skagaströnd ræktunarbú ársins í A-Hún.

26. nóvember 2012 kl. 15:34

Skagaströnd ræktunarbú ársins í A-Hún.

Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin á laugardaginn í félagsheimilinu á Blönduósi. Þar voru knapar og ræktendur sýslunnar verðlaunaðir.

Knapi ársins 2012 hjá Hestamannafélaginu Neista er Ólafur Magnússon. Hann áttu góðu gengi að fagna á ýmsum mótum í sumar, sigraði t.a.m. töltkeppni KS deildar, var í úrslitum í tölti á Ís-landsmóti. ÁLandsmóti varð hann í 10. sæti í B-flokk og 15. sæti í tölti á Gáska frá Sveinsstöðum.
 
Samtök Hrossabænda í A.-Hún veittu ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin.  Eigendur eftirfarandi hrossa hlutu viðurkenningu:
 
Hryssur
4 vetra
Katla frá Blönduósi 
F. Akkur frá Brautarholti
M. Kantata frá Sveinatungu
B: 7,96  H: 8,45  A: 8,25
Ræktendur og eigendur: Tryggvi Björnsson og Ásgeir Blöndal
Sýnandi: Tryggvi Björnsson
 
5 vetra  
Eydís frá Hæli 
F. Glymur frá Innri Skeljabrekku 
M. Dáð frá Blönduósi
B: 7,99  H: 8,40  A: 8,24
Ræktandi og eigandi: Jón Kristófer Sigmarsson
Sýnandi: Gísli Gíslason
 
6 vetra
Kátína frá Steinnesi 
F. Garpur frá Hvoli
M. Kylja frá Steinnesi
B:  7,57  H: 8,38  A: 8,06
Ræktendur og eigendur: Magnús Jósefsson og Tryggvi Björnsson
Sýnandi: Tryggvi Björnsson
    
 
7 vetra og eldri
Smáralind frá Skagaströnd  
F. Smári frá Skagaströnd
M. Sól frá Litla-Kambi
B: 8,15   H:  8,46   A: 8,34 
Ræktandi: Sveinn Ingi Grímsson
Eigandi: Gestüt Sunnaholt GmbH
Sýnandi:  Þórarinn Eymundsson
 
 
Stóðhestar
5 vetra
Guðberg frá Skagaströnd
F. Smári frá Skagaströnd  M. Þyrla frá Skagaströnd
B: 7,96   H: 8,23   A: 8,12 
Ræktandi:  Sveinn Ingi Grímsson
Eigandi: Eva Husbom 
Sýnandi:  Guðmundur Friðrik Björgvinsson
 
6 vetra
Kompás frá Skagaströnd 
F.  Hágangur frá Narfastöðum  
M. Sunna frá Akranesi 
B: 8,46   H: 8,40    A:  8,43
Ræktandi og eigandi:  Sveinn Ingi Grímsson
Sýnandi: Daníel Jónsson
 
7 vetra og eldri  
Sævar frá Hæli 
F.  Keilir frá Miðsitju
M. Veröld frá Blönduósi 
B: 8,26  H: 8,23   A: 8,24 
Ræktandi: Jón Kristófer Sigmarsson og Ólöf Birna Björnsdóttir
Eigendi: Inge Kringeland
Sýnandi:  Heiðrún Ósk Eymundsdóttir
 
 
Sölufélagsbikarinn svokallaða hlaut svo  hæst dæmda hryssa á héraðsýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.  
 
Sif frá Söguey  
F. Orri frá Þúfu
M. Gefjun frá Sauðanesi 
B: 8,29  H: 8,07   A: 8,16
Ræktandi:  Torben Haugaard
Eigendur: Tryggvi Björnsson og Jónas Hallgrímsson
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson
 
Búnaðarbankabikarinn fékk hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.
 
Áfangi frá Sauðanesi 
F.  Hágangur frá Narfastöðum
M. Slæða frá Sauðanesi
B:  8,50  H: 7,75   A: 8,05 
Ræktandi og eigandi:  Ingibjörg Guðmundsdóttir
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson
 
Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns, fór til Sveinn Inga Grímssonar og Líneyjar Jósefsdóttur, eigenda Kompás frá Skagaströnd en þau voru jafnframt heiðruð fyrir ræktunarbú ársins.
Fimm hross úr þeirra ræktun voru sýnd í kynbótadómi á árinu, þau: Sunna með aðaleinkunn 8,02,  Guðberg með aðaleinkunn 8,12, Kompás með aðaleinkunn 8,43, Smáralind með aðaleinkunn 8.34 og Kostur með aðaleinkunn 7,95. Kvistur fór í úrtöku fyrir Landsmót hjá Herði og fékk þar í aðaleinkunn 8,91 en í A-flokki á Landsmóti fékk hann aðaleinkunina 8,56. 
 
Myndir frá Uppskeruhátíðinni má nálgast hér á heimasíðu hestamannafélagsins Neista.