fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjötíu fyrstu verðlauna kynbótahross til útlanda

28. desember 2009 kl. 13:54

Nokkrir gullmolar í hópnum

Sjötíu fyrstu verðlauna kynbótahross voru flutt út á þessu ári. Fjörutíu og átta stóðhestar og tuttugu og tvær hryssur. Þar á meðal eru hross sem talin eru til gullmola í ræktun. Illingur frá Tóftum er hæst dæmdi stóðhesturinn með 8,73 í aðaleinkunn og Harka frá Svignaskarði hæst dæmda hryssan með 8,38. Ellefu stóðhestar með 8,50 og hærra í aðaleinkunn voru fluttir út. Þeir eru:

Illingur frá Tóftum 8,73

Oliver frá Kvistum 8,67

Keilir frá Miðsitju 8,63

Tónn frá Ólafsbergi 8,55

Grásteinn frá Brekku 8,54

Hnokki frá Fellskoti 8,52

Máttur frá Torfunesi 8,52

Lúðvík frá Feti 8,51

Sæfari frá Hákoti 8,50

Kjarni frá Auðsholtshjáleigu 8,50

Vár frá Vestra-Fíflholti 8,50