sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjóbusl á Sjómannadag - myndir

6. júní 2011 kl. 12:26

Sjóbusl á Sjómannadag - myndir

Æskulýðsnefnd Sóta bauð æskulýðsnefndum hjá Fáki og Sörla í hópreið á Álftanes sunnudaginn 5. júní.

"Á milli 50-60 manns riðu frá félagshúsi Sótamanna norður á Eyri þar sem menn og hestar þutu um í fjörunni, rétt eins og á Löngufjörum væru.  Síðan voru bakkarnir riðnir til baka og þeir sem vildu gátu farið í sjósund í fjörunni  við Gestshús. 

Tveir helstu sundgarpar Sóta leiðbeindu börnum og fullorðnum hvernig á að bera sig að í sjósundi og þó nokkrir létu sig vaða á kafasund meðan hinir stóðu og horfu á eða riðu út í Hrakhólma. 
 
Að lokum enduðu allir út í félagshúsi þar sem allir gæddu sér á hamborgurum og pylsum í boði æskulýðsfélaga Sóta, Sörla og Fáks," segir í frétt frá æskulýðsnefnd Sóta.
 
Meðfylgjandi eru skemmtilegar myndir af sjóbuslinu.