þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síungur skeiðkappi

28. júní 2012 kl. 09:57

Síungur skeiðkappi

Erlingur Ó. Sigurðsson (Elli Sig) er aldursforseti meðal keppenda í ár, en hann verður sjötugur í næsta mánuði. Elli fór mikinn á Hnikari frá Ytra-Dalsgerði í 250 metra skeiði í gær undir fagnaðarlátum áhorfenda og er sem stendur í sjöunda sæti. En höfðinginn mun taka Hnikar aftur til kostanna.

 
Elli er í viðtali í nýjasta tölublaði Eiðfaxa þar sem hann rifjar upp feril Hrímnis frá Hrafnagili. "Hann var alltaf jafn eftirminnilegur, tignin var svo mikil yfir honum. Þetta var tímamótahestur á sínum tíma. Mér finnst Hrímnir einn yfirnáttúrulegasti og fegursti gæðingur sem ég hef upplifað að sjá og á mínum langa ferli í hestamennsku. Hvort sem menn trúa því eða ekki," segir Elli þar meðal annars.
 
Áskrifendur Eiðfaxa geta nú nálgast fjórða tölublaðið í vefútgáfunni hér.
Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér.
Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið ingibjörg@eidfaxi.is. Þá mun hin heiðraða Ingibjörg opna fyrir aðgang að vefútgáfunni.
Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.
 
Endilega kíkið við í Eiðfaxabásinn í anddyri reiðhallarinnar hér í Víðidal.