mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sirkus til afnota á Vesturlandi

5. júlí 2016 kl. 10:42

Sirkus og Agnar Þór.

Sirkus stóð efstur í flokki 4.vetra stóðhesta á nýafstöðnu landsmóti á Hólum.

Sirkus er annar hæst dæmdi 4.vetra hestur fyrir hæfileika í heiminum í dag með 8,71 fyrir hæfileika 4.vetra gamall. Sirkus hlaut m.a. einkunina 9,5 fyrir vilja og geðslag sem er hæsta einkun sem einungis fáir 4.vetra hestar hafa hlotið fyrir þann eiginleika. Sirkus er góður og hæfileikaríkur einstaklingur með sterkar, góðar og áhugaverðar ættir á bakvið sig.

 

Hryssurnar fara týnast inn í hólfið á næstu dögum og er ekkert mál að bæta inná hann hryssum. Sirkus verður til afnota hjá Hrossaræktarsambandi Dalamanna að Hléskógum í dalabyggð, 10 km. frá Búðardal.

 

Áhugasamir ræktendur eru velkomnir að hafa samband við Sigga í síma 661-0434 eða Svanborgu í síma 895-1437. Verð: 85.000 +vsk. (innifalið er hólfagjald og ein sónaskoðun).