miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sinn eigin sendiherra

15. september 2013 kl. 12:54

Leikstjórinn Pascal Drapier, myndatökumaður Matthieu Parret og Charlotte Rabouan

Íslenski hesturinn ber eiginn hróður um Frakkland

Fyrr í haust greindi viðskiptablaðið frá því að Ólafur Ólafsson og eiginkona hans Ingibjörg Kristjánsdóttir ynnu að því ásamt fleirum að markaðssetja íslenska hestinn í Frakklandi. En Ólafur og Ingibjörg hafa í gegnum árin verið mjög dugleg við það að kynna íslenska menningu fyrir frökkum m.a. tónlistarmenn og hönnuði og fannst þeim tími til komin að kynna þennan gimsteini Íslands.

"Verkefnið felst í því að kynna íslenska hestinn fyrir almenningi og sérstaklega fólki sem hefur áhuga á hestum. Það er gert með fjölþættum hætti; í gegnum sjónvarpsþátt sem við tókum upp á Íslandi í síðustu viku, einnig í gegnum greinar sem birtar eru í fagtímariti úti og svo munum við verða á tveimur stórum hestasýningum annars vegar í Lyon og hins vegar í París en þar mun hesturinn verða kynntur og fólk mun fá að prófa hann" segir Ólafur en síðast liðið vor keyptu þau tólf hesta sem sendir eru út á búgarða þar sem fólk getur fengið að prófa þá og kynnast þeim. 

Charlotte Rabouan hefur séð um markaðssetninguna og telur að verkefnið gangi mjög vel "Við höfum kynnt íslenska hestinn sem fjölskylduhest og að allir geti riðið honum. Við leggjum mikla áherslu á að fólk prófi hestinn sjálft og kynnist honum þannig. Það eru margir sem þora ekki að prófa hann vegna þess hversu lítill hann er en hér í Frakklandi eru fullorðnir á stóru hestunum og krakkar á þeim litlu. En eftir að fólk hefur prófað þá vilja þau ekkert annað enda er hesturinn sjálfur sinn besti sendiherra" segir Charlotte og brosir en hún segir að í þeim reiðskólum þar sem hesturinn hefur verið kynntur sé eftirspurnin gífurleg og er fljótt að myndast röð eftir því að fá að fara á bak.

"Við vonumst að með þessu verkefni náum við að vekja áhuga á íslenska hestinum. Að frakkar þekki íslenska hestakynið og hafi kynnst því að eigin raun eða séð þætti eins og þennan sem við vorum að taka upp." bætir Ólafur við.

Blaðamaður Eiðfaxa var með í för þegar umræddur sjónvarpsþáttur var tekin upp. En sjónvarpsþátturinn fjallar um þrjá frakka sem koma hingað til lands í hestaferð til að kynnast Íslandi og íslenska hestinum. Þeir fá með sér íslenskan farastjóra sem er Þórunn Clausen leikkona og þrælreynd hestakona. Leikararnir eru þeir Nicolas Andréani, Clément Taillez og Rémy Hombecq en þeir keppa allir í listfimleikum á hesti eða "vaulting" og er Nicolas ríkjandi heimsmeistari.

Þeir Nicolas, Clément og Rémy voru allir yfir sig hrifnir af íslenska hestinum og Íslandi "Þetta er allt annað en við erum vanir í Frakklandi. Við búum allir í borg og erum síðan allt í einu staddir hér út í sveit í ótrúlega fallegu umhverfi, veðrið er stöðugt að breytast eina mínútuna er sól og aðra er snjór. Þetta er ótrúlegt" segir Clément.

Íslenski hesturinn er mjög ólíkur þeim hestum sem þeir eru vanir að vinna með. En hestarnir eru að meðaltali 180 cm á herðar og eru hreyfingar og gangtegundir allt öðruvísi. “Hesturinn okkar er auðvitað ekki með tölt og eru allar hreyfingar mikið stærri og meiri. Íslenski hesturinn hefur mun fíngerðari hreyfingar, mikið mýkri og alveg ótrúlega fimur” segir Remý en mýktin kom Remý vel að notum en hann eyddi mestum tíma sínum á baki annað hvort öfugt eða á höndunum. "Íslenski hesturinn er frábær, sérstaklega fyrir krakka. Þú getur hleypt þeim en samt halda þeir alltaf ró sinni, þeir eru svo öruggir og geðslagið er frábært. Þú gætir aldrei gert það á hestunum heima," bætir Nicolas við.

Aðspurðir hvort þeir ætli sér að koma aftur eru þeir fljótir að svara því játandi en Clément segir að þeir vonist til að geta komið hingað í janúar, séð norðurljósin og farið á hestbak. "og auðvitað hitta ljóshærðar íslenskar stelpur!" bætir Remý við og hlær.

 

Nicolas Andreani ánægður með nýju lopapeysuna sína. 

 

Verið að máta hesta fyrir hljóðmanninn Cécile Foucher og myndatökumanninn Matthieu Parret.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar Öder Magnússon og Svanhvít Kristjánsdóttir hafa verið mikið í Frakklandi nú í sumar og verið með kennslusýningar þar sem gangtegundir íslenska hestsins eru kynntar

 

Fylgdarliðið - Á fimmtudeginum kom hópur reiðmanna bæði úr sveitunum í kring og úr bænum. 

 

 

 

Aðalleikararnir Rémy, Nicolas og Clément

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hægt er að keppa í Vaulting bæði sem hópur eða sem einstaklingur. Í hópnum geta verið allt að sex manns. Hér á þessari mynd er Clément Taillez með sínum hóp en hann er í franska landsliðinu. Clément er í miðjunni. 

Keppandinn fær einkunn bæði fyrir sig, hestinn og þann sem er að hringteyma hestinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessum tveimur myndum er Remý en hann keppir bæði sem einstaklingur og í hópi. Á síðasta heimsmeistaramóti endaði hann í þriðja sæti í einstaklingskeppninni. 

 

Hér er myndband af Nicolas Andreani þar sem hann er að keppa um heimsmeistaratitilinn.