fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldin úr Kolgrafarfirði

6. maí 2013 kl. 21:50

Síldin úr Kolgrafarfirði

Margir gerðu sér ferð í Kolgrafafjörðinn að verða sér út um síld sl. vetur. Ég var við reiðkennslu í Grundarfirði í vetur og var í sumum tilfellum  ekki hægt að finna hestalykt af sumum hrossunum heldur bar síldarlyktin yfirhöndina, þar sem greinilega hafði verið fóðrað á síldinni.

 

Bændur og búalið í Söðulsholti voru meðal þeirra sem urðu sér út um síld þegar hún rak á land í fyrra skiptið, höfðu þau þetta um málið að segja;

„Við vorum ein af þeim sem fóru og sóttu sér smá síld í Kolgrafarfjörð þegar fyrri sprengjan varð, fórum og sóttum í 3 fiskiker og var þetta ætlað fyrir útigangin. 

Í Fyrstu vildu þau ekki líta við þessu rétt komu og þefuðu að þessu og röltu svo í burtu. En viðhorfið hefur svo sannarlega breyst en núna koma þau hlaupandi á móti traktornum þegar við komum að fylla á hjá þeim. 

Það er ansi gaman að fylgjast með þeim borða síldina en það er eins hver hestur hafi sína aðferð, sumir bíta í hana og hrista hana þar til hún dettur í sundur og éta þá það sem þeir eru með í kjaftinum, aðrir henda henni í jörðinni stíga á hana og slíta hana svo í sundur þar og svo er og enn aðrir sem bara bíta einn og einn bita af þar til þeir eru búnir með hana.”

 

www.sodulsholt.is

 

 

birna.eidfaxi