mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigursteinn Sumarliðason í stuttu spjalli eftir sigurinn

1. júlí 2012 kl. 01:58

Hleð spilara...

Sigursteinn Sumarliðason vann það afrek að verða Landsmótsmeistari í tölti í annað sinn í röð á LM2012 í Reykjavík.

Úrslitin fóru fram í fögru veðri. Kvöldsólin logaði í gljáandi feldi heitra og sveittra hrossanna. Hægur andvari lék um menn og hesta. Íslenskt sumarkvöld eins og þau gerast best.