fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurrós hæst dæmd í Borgarnesi

23. ágúst 2019 kl. 20:00

Sigurrós frá Söðulsholti og Halldór Sigurkarlsson

Saga Sigurrósar er merkileg en hún slasaðist illa fimm vetra gömul og var vart hugað líf

 

Alls voru 13 hross sýnd í reið á síðsumarssýningu í Borgarnesi. Hæst dæmda hrossið á þeirri sýningu er Sigurrós frá Söðulsholti.

Sigurrós er níu vetra gömul klárhryssa rauðblesótt að lit. Ræktendur og eigendur eru Iðunn Lilja Svansdóttir og Halldór Sigurkarlsson en Halldór var jafnframt sýnandi. Faðir Sigurrósar er Sigur frá Hólabaki og móðirin er Pyngja frá Syðra-Skörðugili.

Það að Sigurrós hljóti 1.verðlaun er ekki síður merkilegt fyrir þær sakir að hún fótbrotnaði illa á vinstri framfæti þegar hún var fimm vetra gömul. Eiðfaxi heyrði í þeim Halldóri og Iðunni eigendum hryssunar.

„Þegar Sigurrós var fimm vetra gömul fótbrotnaði hún illa á vinstri framfæti og var vart hugað líf. Við týmdum ekki að fella hana og tókum ákvörðun um það að reyna að hjálpa henni, en samkvæmt dýralæknum átti hún aldrei að verða aftur til reiðar. Það var möguleiki á því að við getum notað hana til ræktunar. Hún var því sett í gifs og stóð inn í stíu í rólu í 6 vikur. Eftir þessar sex vikur leið svo hellings tími áður en hún mátti fara út. Við prófuðum síðan að járna hana veturinn 2018 og erum búinn að vera að þjálfa hana síðan. Við þurfum þó að fara varlega en með mikilli hjálp frá Susanne Braun dýralækni hefur þetta tekist vel. Það að hún skuli vera til reiðar og hvað þá fara í jafn góðan dóm og raun ber vitni er eiginlega kraftaverk“.

Sigurrós hlaut fyrir sköpulag 8,16 og þar ber hæst 9,0 fyrir háls/herðar og bóga. Fyrir hæfileika hlaut hún 8,10 m.a. 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið. Í Aðaleinkunn 8,12.

Hér fyrir neðan má sjá alla dóma í Borgarnesi

 

Hross á þessu móti

Sköpulag

Kostir

Aðaleinkunn

Sýnandi

Þjálfari

IS2010237388 Sigurrós frá Söðulsholti

8.16

8.1

8.12

Halldór Sigurkarlsson

Iðunn Silja Svansdóttir

IS2011238792 Narnía frá Lindarholti

7.83

8.05

7.96

Máni Hilmarsson

IS2010236770 Spurn frá Arnbjörgum

7.72

7.88

7.82

Gunnar Halldórsson

Gunnar Halldórsson

IS2014188838 Gustur frá Laugarvatni

8.19

7.53

7.79

Máni Hilmarsson

IS2006237877 Fljóð frá Hömluholti

7.67

7.51

7.58

Máni Hilmarsson

Gísli Guðmundsson

IS2013201820 Silfá frá Hliðskjálf

8.04

7.26

7.57

Máni Hilmarsson

IS2012257340 Hetta frá Hafsteinsstöðum

8.2

7.13

7.56

Marie Greve Rasmussen

Marie Greve Rasmussen

IS2011236555 María frá Ferjukoti

8.09

7.13

7.51

Þórdís F. Þorsteinsdóttir

Margrét Rós Vilhjálmsdóttir

IS2010238793 Sigurrós frá Lindarholti

7.72

7.34

7.49

Máni Hilmarsson

IS2010235687 Sædís frá Mið-Fossum

7.68

7.28

7.44

Gyða Helgadóttir

Gyða Helgadóttir

IS2009236770 Mær frá Arnbjörgum

7.67

7.25

7.42

Gunnar Halldórsson

Gunnar Halldórsson

IS2013237876 Hjálp frá Hömluholti

7.68

7.08

7.32

Máni Hilmarsson

Máni Hilmarsson

IS2014235084 Þyrla frá Steinsholti 1

7.54

6.92

7.17

Stina Achilles

Stina Achilles