miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurður Sigmundsson

25. september 2013 kl. 16:26

Sigurður Sigmundsson

Siggi í Syðra lést á heimili sínu í gær

 

Sigurður Sigmundsson, bóndi og fréttaritari Eiðfaxa og Morgunblaðsins, er látinn

Hann lést í gær á heimili sínu á Flúðum.

Sigurður var um árabil ötull starfsmaður Eiðfaxa og hafði allt fram á síðasta dag mikinn áhuga og metnað fyrir faglegri blaðamennsku í hestamennskunni.

Sigurður útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1959. Hann var við nám og störf í Bandaríkjunum 1962-1963. Hann vann meðal annars sem bóndi, tamningamaður og ritstjórnarfulltrúi hjá tímaritinu Eiðfaxa 1980 til 1997. Sigurður var afkastamikill ljósmyndari. Hann sótti ljósmyndanámskeið hjá Námsflokkum Reykjavíkur 1984 og tók margar myndir af hestum sem vöktu athygli og skilur eftir sig mikið safn af ljósmyndum. Þá hlaut hann meðal annars ljósmyndaverðlaun Morgunblaðsins sex sinnum á árunum 1994 til 1998.

Við hér á Eiðfaxa þökkum Sigurði fyrir samstarfið og hans ómetanlega framlag til blaðamennsku og ljósmyndunar hestamennskunni allri til framdráttar.