miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurður Óli og Húni glæsilegastir

15. mars 2011 kl. 11:02

Sigurður Óli og Húni glæsilegastir

Glæsilegasta keppnispar Ísmóts Suðurlands var valið að móti loknu, en það kom í hlut dómara mótsins, Piet Hoyos og Hinriks Bragasonar að velja það.

Sigurvegarar B-flokks gæðinga, Húni frá Reykjavík og Sigurður Óli Kristinsson urðu fyrir valinu.
Í verðlaun hlaut Sigurður Óli heilt bretti af spónarböllum frá Skógarvinnslunni.

Húni er undan Roða frá Múla og Sunnu frá Syðri-Skörðugili, og er hann í eigu Fákshóla.