sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurður og Gróði sigruðu

Óðinn Örn Jóhannsson
23. febrúar 2018 kl. 08:52

Sigurður Straumfjörð og Gróði.

Áhugamannadeild Spretts - fimmgangur.

Það var stórkostlegt fimmgangskvöld í Samskipahöllinni hjá Spretti í gærkvöldi þegar Byko fimmgangurinn í Equsana deildinni 2018 fór fram.  Það voru 48 prúðbúnir knapar sem tóku hesta sína til kostanna og úr varð mjög skemmtilegt kvöld.

Forkeppnin var æsispennandi og munurinn lítill milli efstu knapa en sjö efstu knapar og hestar ríða úrslit.   Úrslitin fóru svo þannig að sigurvegarar kvöldsins urðu þeir Sigurður Breiðfjörð Sigurðsson og Gróði frá Naustum með einkuninna 6,38 , í öðru sæti urðu þau Aasa Ljungberg á Freyju frá Vöðlum með einkuninna 6,33 og í þriðja sæti þau Guðrún Margrét Valsteinsdóttir og Eskill frá Lindarbæ með einkuninna 6,26.

Stigahæsta liðið sem hlaut hinn eftirsótta liðaplatta var lið Vagna og Þjónustu en tveir liðsmenn af þremur voru í úrslitum kvöldsins.


Staðan í liðakeppninni eftir tvær greinar er að lið Heimahaga sem stendur efst með 234 stig, í öðru sæti er lið Kælingar með 208 stig og í þriðja sæti lið Mustad með 199 stig. 

Í einstaklingskeppninni eru staðan þannig að Sigurbjörn Viktorsson leiðir með 13 stig og  jöfn í 2-3 sæti eru þau Saga Steinþórsdóttir og Sigurður Breiðfjörð Sigurðsson með 12 stig hvort.

Hér eru allar niðurstöður úr forkeppninni og úrslitum.

Við minnum svo á næsta mót sem verður fimmtudaginn 8 mars kl. 19:00 og þá verður keppt í tveimur greinum þar sem allir knapar í hverju liði taka þátt.  Keppt verður í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina.  Hlökkum til að sjá ykkur þá.

A úrslit

1 Sigurður Breiðfjörð Sigurðsson / Gróði frá Naustum 6,38

2 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg / Freyja frá Vöðlum 6,33

3 Guðrún Margrét Valsteinsdóttir / Eskill frá Lindarbæ 6,26

4 Jóna Margrét Ragnarsdóttir / Atorka frá Varmalæk 6,21

5 Árni Sigfús Birgisson / Flögri frá Efra-Hvoli 5,74

6 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Gyðja frá Læk 5,60

7 Katrín Sigurðardóttir / Þytur frá Neðra-Seli 4,43

Forkeppni:

1 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Gyðja frá Læk 6,47

2 Katrín Sigurðardóttir / Þytur frá Neðra-Seli 6,17

3 Sigurður Breiðfjörð Sigurðsson / Gróði frá Naustum 6,10

4 Jóna Margrét Ragnarsdóttir / Atorka frá Varmalæk 6,00

5 Árni Sigfús Birgisson / Flögri frá Efra-Hvoli 5,93

6-7 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg / Freyja frá Vöðlum 5,87

6-7 Guðrún Margrét Valsteinsdóttir / Eskill frá Lindarbæ 5,87

8-9 Sigurbjörn Viktorsson / Þota frá Rútsstaða-Norðurkoti 5,80

8-9 Edda Hrund Hinriksdóttir / Björk frá Barkarstöðum 5,80

10 Ríkharður Flemming Jensen / Myrkvi frá Traðarlandi 5,77

11-13 Páll Bjarki Pálsson / Þrá frá Eystra-Fróðholti 5,73

11-13 Hafdís Arna Sigurðardóttir / Sólon frá Lækjarbakka 5,73

11-13 Þorvarður Friðbjörnsson / Kveikur frá Ytri-Bægisá I 5,73

14 Erlendur Ari Óskarsson / Birnir frá Hrafnsvík 5,67

15-18 Halldór Gunnar Victorsson / Nóta frá Grímsstöðum 5,63

15-18 Greta Brimrún Karlsdóttir / Heba frá Grafarkoti 5,63

15-18 Halldór P. Sigurðsson / Stella frá Efri-Þverá 5,63

15-18 Herdís Rútsdóttir / Eldey frá Skíðbakka I 5,63

19-20 Kristinn Skúlason / Goldfinger frá Vatnsenda 5,53

19-20 Vilborg Smáradóttir / Þoka frá Þjóðólfshaga 1 5,53

21 Svanhildur Hall / Þeyr frá Holtsmúla 1 5,47

22 Sigurður Sigurðsson / Krapi frá Fremri-Gufudal 5,40

23-24 Svandís Lilja Stefánsdóttir / Prins frá Skipanesi 5,37

23-24 Sigurður Straumfjörð Pálsson / Blær frá Einhamri 2 5,37

25 Sævar Leifsson / Hamar frá Hafsteinsstöðum 5,27

26 Saga Steinþórsdóttir / Eyrún frá Strandarhjáleigu 5,23

27-29 Leifur Sigurvin Helgason / Askur frá Selfossi 5,13

27-29 Birta Ólafsdóttir / Aría frá Hlíðartúni 5,13

27-29 Guðmundur Jónsson / Blíða frá Eskiholti II 5,13

30 Jenny Elisabet Eriksson / Ölrún frá Kúskerpi 5,10

31 Jóhann Albertsson / Karri frá Gauksmýri 4,93

32 Arnar Bjarnason / Blika frá Grænhólum 4,87

33 Ingi Guðmundsson / Dýna frá Litlu-Hildisey 4,83

34-35 Sigurður Grétar Halldórsson / Jaki frá Miðengi 4,70

34-35 Birgitta Dröfn Kristinsdóttir / Kappi frá Kambi 4,70

36 Þorvaldur Gíslason / Þórgnýr frá Grímarsstöðum 4,63

37 Erla Guðný Gylfadóttir / Tildra frá Kjarri 4,60

38 Arnhildur Halldórsdóttir / Ópal frá Lækjarbakka 4,57

39-40 Ragnar Bragi Sveinsson / Forkur frá Laugavöllum 4,53

39-40 Jón Finnur Hansson / Hljómar frá Álfhólum 4,53

41-42 Kristín Ingólfsdóttir / Tónn frá Breiðholti í Flóa 4,40

41-42 Sigurlaug Anna Auðunsd. / Sleipnir frá Melabergi 4,40

43-44 Sonja S Sigurgeirsdóttir / Andvari frá Varmalandi 3,73

43-44 Sigurbjörn J Þórmundsson / Askur frá Akranesi 3,73

45 Sverrir Einarsson / Mábil frá Votmúla 2 3,17

46 Petra Björk Mogensen / Heimur frá Hvítárholti 3,13

47 Elín Deborah Guðmundsdóttir / Pálmi frá Skrúð 3,03

48 Jón Gísli Þorkelsson / Vera frá Kópavogi 0,00