mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurður og Freyðir sigruðu gæðingaskeiðið

13. apríl 2010 kl. 08:57

Sigurður og Freyðir sigruðu gæðingaskeiðið

Það var einnig keppt í gæðingaskeiði á Skeiðmóti Meistaradeildar VÍS í vorblíðu í Hafnarfirðinum í gærkvöldi. Gæðingaskeiðið er mjög skemmtileg grein, tæknileg og krefst þess að hafa fljótan og einkar þjálan hest, til að skora hátt.

Nokkrir mjög frambærilegir gæðingaskeiðshestar fóru brautina í gær og bestur þeirra varð Freyðir frá Hafsteinsstöðum hjá Sigurði Sigurðarsyni. Hlutu þeir einkunnina 7,88. Skammt undan í 2.sætinu varð Sigurður Vignir Matthíasson á Birtingi frá Selá með 7,67 og þriðji varð Guðmundur Björgvinsson á Gjálp frá Ytra-Dalsgerði með 7,63.

Hafnfirðingar tóku vel á móti knöpum og gestum í gærkvöldi, veitingasala var í reiðhöllinni og þó nokkuð var af áhorfendum í brekkunni og í bílum að fylgjast með meisturunum.


GæðINGASKEIð                   
Sæti    Knapi        Hross    Lið    Einkunn
1     Sigurður Sigurðarson         Freyðir frá Hafsteinsstöðum    Lýsi    7,88
2     Sigurður Vignir Matthíasson         Birtingur frá Selá    Málning    7,67
3     Guðmundur Björgvinsson         Gjálp frá Ytra-Dalsgerði    Top Reiter    7,63
4     Sigurbjörn Bárðarson         Flosi frá Keldudal    Lífland    7,17
5     Sigurður Óli Kristinsson         Þruma frá Norður-Hvoli    Frumherji    7,08
6     Ragnar Tómasson         Gríður frá Kirkjubæ    Lífland    7,04
7     Elvar Þormarsson         Ástareldur frá Stekkjarholti    Top Reiter    6,96
8     Teitur Árnason         Gammur frá Skíðbakka    Árbakki/Hestvit    6,79
9     Jakob Svavar Sigurðsson         Funi frá Hofi    Frumherji    6,54
10     Viðar Ingólfsson         Dama frá Flugumýri    Frumherji    6,38
11     Eyjólfur Þorsteinsson         Ögri frá Baldurshaga    Málning    6,29
12     Hinrik Bragason         Tumi frá Borgarhóli    Árbakki/Hestvit    6,29
13     Þórdís Gunnarsdóttir         Trostan frá Auðsholtshjáleigu    Auðsholtshjáleiga    5,63
14     Artemisia Bertus         Hugsun frá Vatnsenda    Auðsholtshjáleiga    4,75
15     Hulda Gústafsdóttir         Saga frá Lynghaga    Árbakki/Hestvit    4,71
16     Valdimar Bergstað         Prins frá Efri-Rauðalæk    Málning    4,13
17     Ævar Örn Guðjónsson         Umsögn frá Fossi    Lífland    3,88
18     Bylgja Gauksdóttir         Leiftur frá Búðardal    Auðsholtshjáleiga    0,5
19     Halldór Guðjónsson         Akkur frá Varmalæk    Lýsi    0
20     Lena Zielinski         Andrá frá Dalbæ    Lýsi    0
21     Þorvaldur Árni Þorvaldsson         Iðunn frá Hvoli    Top Reiter    0