fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurður mætir ekki með Loka

4. febrúar 2014 kl. 23:37

Sigurður Sigurðarson á Loka frá Selfossi á LM2012 í Reykjavík.

Hörkuspennandi keppni framundan

Þá nálgast gæðingafimin óðfluga og eru ráslistarnir tilbúnir. Margir nýjir hestar eru skráðir til leiks en sigurvegarinn frá því í fyrra, Sigurður Sigurðarson, teflir fram nýjum hesti Fána frá Kirkjubæ en Fáni er 9 vetra klárhestur með 8.26 í aðaleinkunn. Það eru þrjú pör skráð til leiks af þeim úr úrslitunum í fyrra en það eru þeir Guðmundur Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi (2.sæti), Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Stjarna frá Stóra-Hofi (4.sæti) og Sigurbjörn Bárðarson og Jarl frá Mið-Fossum (5.sæti). 

Íslandsmeistararnir í tölti, Árni Björn og Stormur, eru á listanum ásamt Olil Amble og Álfhildi frá Syðri-Gegnishólum en Álfhildur mun stíga sín fyrstu spor í keppni en hún er undan Álfadís frá Selfossi og er 6 vetra. Ísólfur Líndal Þórisson mætir með Freyði frá Leysingjastöðum en þeir sigruðu B flokkinn á Fjórðungsmóti Vesturlands síðasta sumar. 

Það er greinilegt að það stefnir í hörku keppni og verður spennandi að sjá hverjir ná topp fimm þetta árið. Við viljum minna á sýnikennsluna sem mun verða kl 18:30 áður en að keppni hefst en þar munu þeir Anton Páll Níelsson og Ólafur Andri Guðmundsson leiða okkur gegnum gæðingafimina og útskýra um hvað hún snýst. 

Húsið opnar kl. 17:30

Ráslisti 
Knapi Hestur Lið

1 Olil Amble Álfhildur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan
2 Sigurbjörn Bárðarsson Jarl frá Miðfossum Lýsi
3 Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi Árbakki/Hestvit
4 Daníel Jónsson Hraunar frá Svalbarðseyri Gangmyllan
5 Eyjólfur Þorsteinsson Hlekkur frá Þingnesi Lýsi
6 Hinrik Bragason Flans frá Víðivöllum Árbakki/Hestvit
7 Árni Björn Pálsson Stormur frá Herríðarhóli Auðsholtshjáleiga
8 Ævar Örn Guðjónsson Veigur frá Eystri-Hól Spónn.is/Heimahagi
9 Eyrún Ýr Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi Hrímnir/Export Hestar
10 Sigurður Sigurðarsson Fáni frá Kirkjubæ Lýsi
11 Jakob Svavar Sigurðsson Kilja frá Grindavík TopReiter/Sólning
12 Viðar Ingólfssson Védís frá Jaðri Hrímnir/Export Hestar
13 Aðalheiður Anna  Guðjónsdóttir Spretta frá Gunnarsstöðum Ganghestar/Málning
14 Guðmar Þór Pétursson Gulltoppur frá Þjóðólfshaga Spónn.is/Heimahagi
15 Bergur Jónsson Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan
16 Guðmundur Björgvinsson Hrímnir frá Ósi TopReiter/Sólning
17 Ísólfur Líndal Þórisson Freyðir frá Leysingjastöðum 2 Spónn.is/Heimahagi
18 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhól iAuðsholtshjáleiga
19 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Stjarna frá Stóra-Hofi TopReiter/Sólning
20 Hulda Gústafsdóttir Þrenna frá HofiÁrbakki/Hestvit
21 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Eldey frá Auðsholtshjáleigu Auðsholtshjáleiga
22 Reynir Örn Pálmason Greifi frá Holtsmúla 1 Ganghestar/Málning
23 Ólafur Brynjar Ásgeirsson Villi frá Gillastöðum Hrímnir/Export Hestar
24 Sigurður Vignir Matthíasson Frakkur frá Laugavöllum Ganghestar/Málning