laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurður í Flekkudal sópaði að sér verðlaununum

6. desember 2014 kl. 22:20

Folaldasýning Adams.

Hin árlega folaldasýning hjá Adam í Kjós fór fram í dag.  Sem fyrr var mikið fjör og mikið gaman, enda bíða félagar allt árið eftir þessari uppákomu, og það er ekki bara af þvi að grilluðu hamborgararnir eru hreint út sagt magnaðir.  Reyndar fór mesti glansinn af þessum annáluðu borgurum, þegar Villi grillmeistari ropaði út úr sér, að hakkið væri komið úr folaldinu sem var í neðsta sæti á síðustu sýningu.  Villi alltaf smekklegur. 

 En leikar fóru nú svo, að stórbóndinn; Sigurður Guðmundsson í Flekkudal, sýndi enga miskunn og hreinlega sópaði öllum bikurunum til sín. Snillingurinn, hliðvörðurinn og hjóðmeistarinn; Elli á Hurðarbaki,vinnur nú í næturvinnu við að útbúa sérstakan folaldasýningabikaraskáp í Flekkudal. Siggi telur jafnvel þörf á viðbyggingu, þar sem ræktunin hjá kappanum er víst að ná nýjum hæðum, jafnvel svo að stórræktandinn Hjörleifur á Einhamri skortir lýsingarorðin.

Dómaraparið; Magnús Benediktsson og Þorvaldur Þorvaldsson fóru á kostum, en Þorvaldur kom inn sem varamaður fyrir Dr. Þorvald,  fæstir tóku eftir því enda markt líkt með þeim nöfnum, t.d. báðir karlkyns. Mörg flott folöld komu fram, enda sum stórættuð. Gæsilegasta folald sýingarinnar var Hamingja frá Flekkudal.

Úrslit:
Hestar:
1.      Hrafna-Flóki frá Flekkudal. 
F: Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1
M: Björk frá Vindási.

2.      Messi frá Skarði 
F: Lord frá Vatnsleysu.
M: Árna frá Brautarholti.

3.      Eljar frá Garðabæ
F: Stáli frá Kjarri
M: Elja frá Einhamri.

Merar:
1.      Hamingja frá Flekkudal.
F: Hrói frá Flekkudal
M: Kotra frá Flekkudal.

2.      Hrafndís frá Þúfu í Kjós.
F: Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1.
M: Líney frá Þúfu í Kjós.

3.      Lilja frá Litlu-Þúfu
F: Farsæll frá Litla-Garði
M: Hera frá Hamraborg.

4.      Ösp frá Blönduholti
F: Greifi frá Holtsmúla
M: Stjarna frá Efri-Rotum

5.      Blíða frá Hlíðarási
F: Ægir frá Efri-Hrepp
M: Náma frá Kílhrauni