mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurbjörn undirbýr sig af kostgæfni - Viðtal

9. mars 2011 kl. 17:28

Sigurbjörn undirbýr sig af kostgæfni - Viðtal

Sigurbjörn Bárðason hefur tekið þátt í öllum mótum Meistardeildarinnar frá upphafi og sigraði m.a. samanlögðu stigakeppni einstaklinga í fyrra. Stakkur frá Halldórsstöðum er einnig reynslubolti á keppnisvellinum, en með honum sigraði Sigurbjörn fimmgangskeppni Meistaradeildarinnar í fyrra og auk þess sem þeir félagar urðu í öðru sæti keppninnar árinu áður. 

Eiðfaxi sló á þráðinn til Sigurbjörns og hleraði gang undirbúnings og væntingar hans til keppninnar á morgun.

Hvernig hefur þú undirbúið þig fyrir mótið á morgun?
„Ég hef undirbúið mig af kostgæfni með því að flýta þjálfunarferlinu, krefja hann hraðar upp í meira form en árstíðin gefur til kynna.“

Nú er Stakkur á 15 vetri; gerir aldurinn þjálfun hans erfiðari?
„Auðvita þarf að leggja meira á hann og vanda sig en upp á móti býr hesturinn yfir mikilli reynslu sem kemur að góðum notum.“

Sigurbjörn stefnir með Stakk á Landmót í ár. Hvernig er að samræma þjálfun fyrir eins ólík mót eins og innanhúsmót Meistaradeildarinnar og gæðingakeppni Landsmótsins?
„Það er erfitt. En ég er svo heppinn að vera að vinna með fjölhæfan gæðing að hann býr yfir þeim möguleikum að hægt er að skipta á milli greina þó honum passi gæðingaformið mun betur.“

Hvernig líst þér á keppinautana á morgun?
„Ég sé að þetta verður feikilega sterkt mót enda eru geysilega sterkir knapar að keppa með velþjálfaða fimmgangshesta. Ég vænti því mikils af keppinautunum.“

Meistaradeildarvefur Eiðfaxa