þriðjudagur, 25. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurbjörn og Óðinn með besta tíma ársins

19. júlí 2012 kl. 21:25

Sigurbjörn og Óðinn með besta tíma ársins

Þá er fyrri umferðinni í 150 m. skeiðinu lokið. Efstur sem stendur er Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá Búðardal með tímann 14,01 sem er besti tíminn í ár. Óðinn og Sigurbjörn eru núverandi íslandsmethafar en metið er 13,98 sek. Sigurbjörn og Óðinn fóru mikinn en báðir sprettirnir voru snilldarlega framkvæmdir. Fyrri sprettinn fóru þeir á tímanum 14,13 og bættu síðan í í þeim seinni og tíminn var eins og áður sagði 14,01.

Páll Bragi Hólmarsson lenti í því óhappi að merin hjá honum bakkaði út úr básnum í startinu. Hann fékk þó sárabætur og fékk að fara annan sprett með Sigurbirni og Óðni. Ágætur fjöldi fólks er mættur á mótið og spennandi að sjá hversu margir mæta um helgina.

Eftirfarandi eru niðurstöður úr fyrri umferð:
 
Skeið 150m
Sæti Knapi Hestur Aðildafélag Tími
1. Sigurbjörn Bárðarson Óðinn frá Búðardal Fákur 14,01
2. Eyjólfur Þorsteinsson Vera frá Þóroddsstöðum Sörli 14,79
3. Elvar Einarsson Hrappur frá Sauðárkróki Stígandi 15,21
4. Svavar Örn Hreiðarsson Jóhannes Kjarval frá Hala Hringur 15,43
5. Þorsteinn Björnsson Þeli frá Hólum Stígandi 15,65
6. Svavar Örn Hreiðarsson Myrkvi frá Hverhólum Hringur 15,70
7. Páll Bragi Hólmarsson Hula frá Miðhjáleigu Sleipnir 16,00
8. Sölvi Sigurðarson Steinn frá Bakkakoti Léttfeti 16,45
9. Camilla Petra Sigurðardóttir Gunnur frá Þóroddsstöðum Sleipnir 16,56
10. Jakob Svavar Sigurðsson Funi frá Hofi Dreyri 0,00
10. Guðmundur Björgvinsson Perla frá Skriðu Geysir 0,00
10. Sigurður Vignir Matthíasson Zelda frá Sörlatungu Fákur 0,00
10. Sigurður Sigurðarson Gletta frá Þjóðólfshaga 1 Geysir 0,00