fimmtudagur, 20. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurbjörn og Óðinn Íslandsmeistarar

22. júlí 2012 kl. 12:50

Sigurbjörn og Óðinn Íslandsmeistarar

Sigurbjörn Bárðarson gerði sér lítið fyrir og sigraði 150m skeið með yfirburðum. Sigurbjörn var á Óðinn frá Búðardal en þeir fóru á tímanum 14,01 sem er langbesti tími ársins. Sigurbjörn og Óðinn eru orðnir gamalreyndir á skeiðbrautinni og greinilegt að hinir kapparnir verða að fara gefa örlítið í ef þeir ætla að eiga einhvern séns í þá.

Niðurstöður úr 150 m skeiði:

1 Sigurbjörn Bárðason, Óðinn frá Búðardal , 14,01
2 Elvar Einarsson , Hrappur frá Sauðárkróki , 14,76
3 Eyjólfur Þorsteinsson, Vera frá Þóroddsstöðum, 14,79
4 Jakob Svavar Sigurðsson, Funi frá Hofi , 14,81
5 Guðmundur Björgvinsson,  Perla frá Skriðu , 15,16