sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurbjörn og Guðmundur fá heiðursverðlaun knapa

1. júlí 2012 kl. 13:31

Sigurbjörn Bárðarson stendur á sextugu en er ennþá í toppbaráttunni í hnakknum. Hann hlaut reiðmennskuverðlaun FT á LM2012.

Sigurbjörn Bárðarson hlaut reiðmennskuverðlaun FT og Guðmundur Björgvinsson Gregersen styttuna.

Sigurbjörn Bárðarson hlaut knapaverðlaun FT á LM2012 í Reykjavík og Guðmundur Björgvinsson hlaut Gregersen styttuna. Bæði verðlaunin eru veitt fyrir góða reiðmennsku.

Sigurbjörn, sem á glæsilegastan feril allra knapa á Íslandi fyrr og síðar, stendur á sextugu. Hann er sigurvegari í 150 og 250 metra skeiði á LM2012 og var í úrslitum í tölti. Hann á síðan eftir að ríða A úrslit í A flokki þegar þetta er ritað og aldrei að vita hvað karlinn gerir þar.

Guðmundur var með fjölda hrossa á mótinu og mörg í efstur sætum, svo sem Hrímni frá Ósi og Furu frá Hellu. Reiðmennska hans og framkoma er til fyrirmyndar. Kurteis og prúður keppnismaður.