fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurbjörn heiðraður hjá FEIF-

6. mars 2012 kl. 17:52

Sigurbjörn heiðraður hjá FEIF-

Á nýafstaðinni ráðststefnu FEIF í Malmö var Sigurbirni Bárðarsyni veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til íslenskrar reiðmennsku - fyrir að vera framúrskarandi knapi sem sýnt hafi fyrirmyndarreiðmennsku svo árum skiptir.

Viðurkenningin er veitt í tengslum við yfirlýsingar alþjóðasamtakanna sem tileinka árinu 2012 samstilltri fyrirmyndarreiðmennsku. Vilja samtökin stuðla að bættri reiðmennsku með samstilltu átaki allra aðila íslandshestaheimsins. Munu knapar, dómarar, leiðbeinendur og skipuleggjendur móta vera hvattir til að upphefja samstillta fyrirmyndarreiðmennsku með ýmsum hætti sem útskýrt verður nánar í 2. tölublaði Eiðfaxa.

Á hverju ári veitir FEIF útvöldum einstaklingum viðurkenningar fyrir framlag sitt til alþjóðasamtakanna, íslenska hestsins og/eða Íslandshestaheimsins á einhvern hátt. Átján einstaklingar hafa orðið þess heiður aðnjótandi, en meðal þeirra eru Friðþjófur Þorkelsson, Jón Albert Sigurbjörnsson og Sigurður Sæmundsson.