miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurbjörn Bárðarson: Eigum að varðveita íslenska reiðhefð

26. júní 2009 kl. 13:52

Beisli og skeifur ekki tískubóla, segir Sigurbjörn

Þetta segir tamningameistarinn og keppnismaðurinn Sigurbjörn Bárðarson í viðtali við Hestar og hestamenn, mánaðarlegu sérblaði Viðskiptablaðsins um hestamennsku.

Segja má að í hnotskurn þá miði græna hestamennskan að því að gera lífið bærilegra fyrir hestinn. Að hann gjaldi ekki fyrir þátttöku sína í keppni og ferðalögum; fyrir hörð taumtök, ágrip og álagsmeiðsli ýmiskonar. Ýmsum hér á landi þykir hins vegar nóg um og telja of langt gengið.

Sigurbjörn hefur verið einn atkvæðamesti keppnismaður og reiðkennari landsins í áratugi. Hann  hefur kynnst íslenska hestinum í blíðu og stríðu; í keppni, ferðalögum og sem fjölskylduvini.   „Ég sé ekki fyrir mér að menn ríði íslenska hestinum beislislaust, svona almennt,“ segir Sigurbjörn í samtali við Jens Einarsson, ritstjóra Hestar og hestamenn.

„Ég sé heldur enga ástæðu til þess. Að ríða hestinum járnalausum er nánast útilokað við okkar aðstæður, á grýttu og misjöfnu landi. Þetta er einfaldlega spurning um hvort við ætlum að ríða á hestinum eins og við höfum gert, eða hvort við viljum færa okkur alfarið inn í reiðhallir og á litla grasbletti. Við megum heldur ekki líta fram hjá því að notkun méla og skeifna er engin tískubóla. Hún er byggð á reynslu og þekkingu sem menn hafa þróað öldum og árþúsundum saman. Flestir íslenskir hestamenn eru í góðu sambandi við sinn reiðhest, sýna honum umhyggju og velja reiðtygi við hæfi. Eftirspurn eftir reiðkennslu hefur aldrei verið meiri. Almenn þekking á reiðmennsku og reiðtygjum er alltaf að aukast.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið og rætt við Sigurbjörn í Hestar og hestamenn, sérblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.