laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigur litla mannsins

23. desember 2014 kl. 12:00

Fólkið að baki ræktunarbúunum sem tilnefnd voru í ár. Það er mikil viðurkenning að fá tilnefningu en í ár varð Lambanes fyrir valinu sem ræktunarbú ársins.

Ræktunarbú ársins 2014 kynnt.

Í ár voru ellefu bú tilnefnd til titilsins Ræktunarbúa ársins. Það eru búin Einhamar, Eystra-Fróðholt, Fet, Flagbjarnarholt, Halakot, Hof á Höfðaströnd, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Laugarbakkar, Miðás, Steinnes ásamt Lambanesi sem hlaut viðurkenninguna.

Til að hljóta tilnefningu verður bú að hafa sýnt að minnsta kosti fjögur hross úr sinni ræktun í kynbótadómi á árinu. Þeir þættir sem vegnir eru í valinu eru meðaleinkunn hrossanna, aldur þeirra auk þess sem sýning afkvæmahrossa­ frá búinu telur með.

Ekki er opinbert hvert vægið er á einstökum þáttum sem vegnir eru en þó hefur oft heyrst að menn telji litla ræktendur mega sín lítils þegar keppt er við stóru hrossaræktarbúin sem oftast hafa hlotið þessa nafnbót. Því var það til að kæta þá sem vilja veg lítilla ræktenda sem mestan að hrossaræktarbúið Lambanes varð hlutskarpast í ár.

Í 12. tölublaði má nálgast umfjöllun um öll tilnefnd ræktunarbú ársins. Áskrifendur geta lesið blaðið hér. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.