þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigur að vera komin á Landsmót

30. júní 2014 kl. 14:02

Kristrún Ragnhildur Bender og Áfangi frá Skollagróf hafa sannarlega ástæðu til að brosa.

Kristrún Ragnhildur keppir í barnaflokki.

 

Keppni í barnaflokki er hafinn, 71 barn er skráð til leiks og óhætt að segja að mikil eftirvænting og spenna sé í loftinu.

Meðal þátttakenda er Kristrún Ragnhildur Bender en leið hennar inná Landsmót hestamanna er frábrugðin því sem við eigum að þekkja og kynnast. Kristrún greindist með eitlakrabbamein í október síðastliðnum. Í kjölfarið fylgdi erfið lyfjameðferð og margar heimsóknir og legur á Barnaspítala Hringsins.

Í apríl kynntist Kristrún hestinum Áfanga frá Skollagróf og saman hafa þau unnið saman með það að leiðarljósi að taka þátt í úrtöku Landsmóts. Skemmst er frá því að segja að vel gekk þar því Kristrún og Áfangi eru nú mætt hér á Gaddstaðaflatir.

Viðtal við Kristrúnu Ragnhildi má nálgast í 6. tbl. Eiðfaxa sem kemur út á morgun.