sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigrún Ólafsdóttir endurkjörin formaður FT

12. desember 2011 kl. 11:45

Sigrún Ólafsdóttir, í miðið, var endurkjörin formaður FT á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Rúna Einarsdóttir Zingsheim situr á hestinum.

Rúna Einarsdóttir og Jóhann Skúlason í Harðarbóli 17. desember

Sigrún Ólafsdóttir var endurkjörin formaður Félags tamningamanna til tveggja ára á aðalfundi félagsins síðastliðinn föstudag.  Ný inn í stjórn kom Camilla Petra Sigurðardóttir, í stað Þórdísar Önnu Gylfadóttur, sem gaf ekki kost á sér áfram.

Fjölbreytt starfsemi FT var rakin í skýrslu stjórnar á fundinum. En framundan eru líka ýmsir áhugaverðir viðburðir á vegum félagsins. Sá fyrsti laugardaginn 17. desember, þar sem þau Jóhann Rúnar Skúlason og Rúna Einarsdóttir-Zingsheim, munu halda fyrirlestra í Harðarbóli í Mosfellsbæ um þjálfun og uppbyggingu hrossa. Hefst samkoman klukkan 18.00.