mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigrún íþróttastjóri Sörla næstu tvö árin

5. janúar 2015 kl. 11:40

Fréttatilkynning frá Hestamannafélaginu Sörla

"Hestamannafélagið Sörli hefur gert samning við Sigrúnu Sigurðardóttur reiðkennara um að gegna störfum íþróttastjóra fyrir félagið út árið 2016. Sigrún sem hefur starfað farsællega hjá félaginu frá árinu 2012, mun setja saman námskrá fyrir hestamannafélagið og hafa yfirumsjón með öllu námskeiðshaldi og reiðkennslu á vegum félagsins.

Sigrún er einn reynslumesti reiðkennari landsins  og hefur stundað kennslu í rúm 30 ár. Hún er með reiðkennararéttindi B og landsdómararéttindi sem gæðingadómari. Sigrún hefur einnig tekið þátt í ýmsu starfi reiðkennara og m.a. verið virk í kennslu knapamerkjanna, þar sem hún hefur kennt öll stigin fimm. Hún hefur einnig starfað við reiðþjálfun fatlaðra og stundað kennslu víða um heim.

Stjórn hestamannafélagsins Sörla fagnar þessum tímamótum og býður Sigrúnu velkomna til starfa."