föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigrún Helga Íslandsmeistari

7. júlí 2019 kl. 15:28

Keppendur í barnaflokki nutu sín í góða veðrinu á Íslandsmóti

Keppni í slaktaumatölti barna var skemmtileg og greinilegt að góðir og mjúkir töltarar henta vel í þetta keppnisform.

 

Íslandsmeistari í slaktaumatölti barna er Sigrún Helga Halldórsdóttir og Gefjun frá Bjargshóli og fagnaði hún titlinum vel, eins og myndin sýnir. Einkunn hennar og Gefjunar 7,04.

 

Í öðru sæti varð Guðmar Líndal og Björk frá Lækjamóti með 6,83 og Kristín Karlsdóttir varð í þriðja sætinu með 6,29.

 

 

Sæti         Keppandi               Heildareinkunn

1              Sigrún Helga Halldórsdóttir / Gefjun frá Bjargshóli   7,04     

2              Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Björk frá Lækjamóti            6,83     

3              Kristín Karlsdóttir / Einar-Sveinn frá Framnesi          6,29     

4              Matthías Sigurðsson / Biskup frá Sigmundarstöðum 5,58     

5              Lilja Rún Sigurjónsdóttir / Þráður frá Egilsá  3,54