föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigra Halldór og Nátthrafn þriðja árið í röð?-

17. febrúar 2011 kl. 09:23

Sigra Halldór og Nátthrafn þriðja árið í röð?-

Undirbúningur Landsliðsnefndar LH fyrir ístölt „Þeirra allra sterkustu“ er nú hafin og óhætt að segja að ístöltið verður enn glæsilegra nú en áður.

Ístöltið verður haldið í Skautahöllinni í Reykjavík laugardaginn 2.apríl og verður lokahátíð viðburðarins „Hestadagar í Reykjavík.“

Gaman er að segja frá því að Halldór Guðjónsson, sigurvegari „Þeirra allra sterkustu“ undanfarin tvö ár hefur staðfest komu sína og mun hann mæta með engan annan en Nátthrafn frá Dallandi. Spurning er hvort Halldór og Nátthrafn sigri þriðja árið í röð?!