fimmtudagur, 20. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Siggu er margt til lista lagt

jens@hestabladid.is
11. júlí 2012 kl. 11:52

Sigríður Ævarsdóttir

Sigríði Ævarsdóttur á Stað í Borgarbyggð er margt til lista lagt. Hún er hómópati að mennt og meðhöndlar bæði menn og hesta. Hún hefur rekið tamningastöð, hrossaræktarbú og reiðtygjaframleiðslu með manni sínum, Benedikt Líndal, í fjölda ára.

 

Sigríður er dóttir Ævars Jóhannessonar sem er meðal annars þekktur fyrir að búa til lúpínuseyði fyrir fólk með alvarlega sjúkdóma í ónæmiskerfi.
Sigríður tók við þeirri framleiðslu af föður sínum fyrir þremur árum. Það hefur alltaf verið grunnt á listamanninum í Sigríði. Hún hefur alla tíð verið með hrossadellu, eins og hún segir, og var í sveit í Skagafirði sem unglingur. 

Hún teiknaði og málaði myndir, fyrst og fremst af hestum, meðal annars í einn árgang bókanna Hestar og menn, sem komu út um árbil í lok síðustu aldar. Þetta áhugamál hefur legið í láginni í aldarfjórðung en síðastliðið haust keypti Sigríður sér vatnsliti og fór að prófa sig áfram. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja hér með lét árangurinn ekki á sér standa. 

Nokkrar af myndum hennar eru þegar komnar á póstkort sem væntanlega munu gleðja hestamenn og ferðamenn um víða veröld á næstu árum. Sigríður hefur þegar sett upp heimasíðu fyrir handverk sitt undir slóðinni www.kunsthandverk.is.

Fyrir eru þau hjónin með heimasíðurnar www.bennisharmony.com og www.lupina.is.

Meira í nýjasta blaði Hestablaðsins.
Áskriftarsíminn er 511 6622