fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sig í útflutningi hrossa

28. desember 2009 kl. 13:37

Heildarverðmætið eykst

Sig er í útflutningi hrossa. 1589 hross voru flutt út á þessu ári, tæplega tvö hundruð færri en í fyrra, en þá voru flutt út 1776 hross. Metár var í útflutningi hrossa árið 1995, en þá voru flutt út 2840 hross. Þeim fækkaði síðan jafnt og þétt næstu árin. Fór talan niður í 1455 árið 2003. Hækkaði aftur í 1578 árið 2004, en fór niður í 1360 árið 2006. Útfluttum hrossum hefur því fækkað um nær helming frá 1995.

Samkvæmt skýrslu markaðsnefndar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins, sem kom út nú í desember, er áætlað heildarverðmæti útfluttra hrossa 2009 sé um einn milljarður króna. Talið er að verðmæti útfluttra hrossa hafi aldrei verið meira en nú þrátt fyrir að fjöldinn hafi minnkað.

Þýskaland hefur nú aftur endurheimt forystu sína í fjölda keyptra hrossa, en þangað voru flutt út 448 hross í ár. Næst kemur Danmörk með 219 hross og þá Svíþjóð með 307 hross. 106 hross voru flutt til Noregs og 102 til Sviss. Mexícó er nýtt land á útflutningskortinu, en þangað voru flutt út sjö folöld í haust, öll keypt af sama aðila.