þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Siðustu skeiðleikarnir

17. ágúst 2013 kl. 22:36

100m skeið HM

Opnað hefur verið fyrir skráningu en henni lýkur á mánudaginn.

Síðustu skeiðleikar Skeiðfélagsins verða haldnir næsta miðvikudag, 21.ágúst. Þeir verða á Brávöllum á Selfossi eins og vant er. Opið er fyrir skráningur er fer hún fram á http://www.skraning.is/vidburdir/skeidleikar4-2/. Skráningur lýkur á miðnætti mánudaginn 19.ágúst og er skráningargjaldið 2.500 kr á hest. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeiðfélaginu sem hægt er að sjá hér fyrir neðan:

"Fátt er árangursríkara en íslenskir skeiðleikar til að losa hestamenn við „Berlínar slenið“ svokallaða, og því hefur verið blásið til fimmtu og síðustu skeiðleika Skeiðfélagsins, en þeir verða haldnir miðvikudaginn 21.ágúst á Brávöllum á Selfossi eins og vant er. Skeiðfélagið hefur opnað fyrir skráningu, og lýkur henni á miðnætti mánudaginn 19. ágúst.

Allt verður á sínum stað; 250m og 150m skeið, auk 100m flugskeiðs! Gengið verður hreint og greitt til verks sem endranær og haft í öndvegi að knapar og áhorfendur geti átt notalega kvöldstund.

Skráningargjaldið er krónur 2500.- á hest og skráning fer fram á http://www.skraning.is/vidburdir/skeidleikar4-2/

Hnakkurinn sem okkar helsti styrktaraðili - Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur ehf. -  mun veita þeim sem fyrstur slær Íslandsmet á skeiðleikum þetta sumarið er ekki genginn út og því er enn tækifæri fyrir knapa til að neyta allra löglegra ráða er þeir telja að komið geti að haldi á komandi leikum. Hafa ber það í huga að nú er síðasta tækifæri til að hreppa hnakkinn góða og stóð býsna nærri því á síðasta móti, en þá fóru Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli á 14,16 sekúndum í 150m skeiði en standandi met í þeirri grein er 13,98 sek., sett af Sigurbirni Bárðarsyni og Óðni frá Búðardal."