mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Hvammstanga

25. júlí 2012 kl. 12:39

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Hvammstanga

"Kynbótasýning hrossa verður á Hvammstanga 8. - 10. ágúst 2012 - dagafjöldi ræðst af þáttöku. Best er að senda skráningar á tölvupósti - rhs@bondi.is  – en einnig má skrá í síma 451 -2602  miðvikudaginn 1. ágúst og fimmtudag 2. ágúst. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 2. ágúst. Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um hrossið, fullnaðardómur eða bara bygging eða hæfileikar, nafn og kennitala sýnanda, nafn og kennitala þess sem reikningur á að stílast á og óskir um tíma ef einhverjar eru. 

Gjald er 18.500 fyrir fullnaðardóm en 13.500 ef bara annað hvort bygging eða hæfileikar. Greiðist inn á banka 307-26-2650 (kt 471101-2650) samhliða skráningu og senda kvittun á rhs@bondi.is með upplýsingum fyrir hvaða hross er verið að greiða. Síðasti greiðsludagur er föstudagur 3. ágúst og ekkert hross verður dæmt sem ekki hefur verið greitt fyrir. Til að fá endurgreitt sýningargjald þarf að tilkynna forföll eigi síðar en degi fyrir sýningu. 

Minnum á DNA-sýni úr öllum stóðhestum og foreldrum þeirra. Blóðsýni og röntgenmyndir af stóðhestum fimm vetra og eldri 

Nánari upplýsingar og tímasetningar á www.rhs.is þegar nær dregur"