þriðjudagur, 25. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðsumarsýning á Vindheimamelum

23. júlí 2012 kl. 11:12

Síðsumarsýning á Vindheimamelum

Síðsumarssýning kynbótahrossa á Vindheimamelum verður haldin dagana 1.-3. ágúst í tengslum við Fákaflug

Skráning: Komið er í gagnið nýtt skráningarkerfi. Með tilkomu þess gefst knöpum/eigendum kostur á að skrá sitt/sín hross sjálfir inn á sýninguna ásamt því að borga fyrir hrossið/in í leiðinni. Bæði er hægt að borga með korti eða millifæra inn á reikning. Sé millifært þarf að senda kvittun á sah@bondi.is. Hrossið skráist ekki inn á sýninguna fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu. Skrá sjálfir: Farið er inn á slóðina http://temp-motafengur.skyrr.is/ Hefðbundin skráning: Fer fram dagana 23-25. júlí með því að senda tölvupóst á Steinunni Önnu á netfangið sah@bondi.is eða í síma 865-0945 milli 13:00 og 16:00 þessa þrjá daga.

Skráningargjald:
Fullnaðardómur: 18.500 kr
Byggingadómur: 13.500 kr

Greiðist inn á: 1125-26-0710  kt: 580901-3010
Skýring: Nafn á hrossi
Síðasti greiðsludagur er mánudaginn 30. júlí.

Til að fá endurgreitt sýningargjald þarf að tilkynna forföll eigi síðan en degi fyrir sýningu.

Minnum á DNA-sýni úr öllum stóðhestum og foreldrum þeirra. Blóðsýni og röntgenmyndir af stóðhestum fimm vetra og eldri.