þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðsumarssýninar– Skráningarfrestur til morguns

13. ágúst 2019 kl. 14:00

Síðsumarssýning verður á Selfossi

Sýningar fyrirhugaðar á Akureyri, Borgarnesi og Selfossi

 

Skráningarfrestur á síðsumarssýningar kynbótahrossa rennur út á miðnætti miðvikudaginn 14.ágúst. Ef þátttaka verður næg er stefnt að sýningum á áðurnefndum þremur stöðum. Sýning verður ekki haldin nema lágmarks fjöldi skráninga náist, sem eru 30 hross á hverjum stað.

Ljóst er að tvær að þessum sýningum hafa nú þegar náð tilskildum fjölda, þegar þetta er ritað. Á Selfossi eru skráð 99 hross til dóms og á akureyri 30 hross. Einungis 22 hross eru skráð í Borgarnesi, en einungis vantar átta hrossa upp á það að lágmarks fjöldi náist.

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar í  gegnum heimasíðu RML með því að smella hér.