fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðasti söludagur happdrættismiða

20. júní 2016 kl. 13:30

Síðasti séns að styrkja gott málefni!

Dregið verður í styrktarhappdrætti Hrossaræktar.is á morgun þriðjudaginn 21. júní svo í dag er síðasti séns að ná sér í miða og styrkja gott málefni. Söfnunin hófst á Stóðhestaveislunni 9. apríl sl. og þetta árið er safnað fyrir tvö góð málefni, Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, og Kraft, stuðningsfélag við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.

Söfnunin fékk fljúgandi start strax í upphafi, þegar Aurora velgerðarsjóður afhenti styrk að upphæð 5 milljónir króna og var sá styrkur til minningar um þann mæta hestamann, Einar Öder Magnússon, sem féll frá á síðasta ári langt um aldur fram.

En betur má ef duga skal og enn er hægt að leggja söfnuninni lið með kaupum á happdrættismiðum í stóðhestahappdrætti Hrossaræktar. Miðinn kostar aðeins 1.000 krónur og það sem meira er - fyrir hvern keyptan miða mun Aurora velgerðarsjóður leggja söfnuninni til 1.000 krónur til viðbótar - hvert framlag skilar því tvöföldum árangri.

Happdrættismiðar verða til sölu út daginn í dag og fást í verslunum Líflands, Top Reiter, Ástund, Hestar og menn og hjá Baldvin og Þorvaldi á Selfossi. Þeir sem ekki komast í verslanirnar geta líka keypt miða í gegnum skilaboð á Facebook síðu Hrossaræktar.is fram eftir degi á morgun, en dregið verður annað kvöld.

Hestafólk, tökum öflugan endasprett og látum gott af okkur leiða!

VINNINGASKRÁ

Folatollar undir eftirfarandi hesta:

- Arð frá Brautarholti

- Arion frá Eystra-Fróðholti

- Eril frá Einhamri

- Óm frá Kvistum

- Sjóð frá Kirkjubæ

- Skagann frá Skipaskaga

- Skýr frá SKálakoti

- Spuna frá Vesturkoti

- Straum frá Feti

- Sökkul frá Dalbæ

- Þrist frá Feti

- Ölni frá Akranesi

Málverk eftir listakonuna Helmu