miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðasti skráningardagur

odinn@eidfaxi.is
26. ágúst 2013 kl. 08:59

Gæðingadómarar

Metamót Spretts.

Í dag, mánudag, er síðasti skráningadagur á Metamót Spretts. Mótið verður haldið á Kjóavöllum 30.ágúst til 1.september. Keppt er í A- og B-flokki á beinni braut, tölti, forstjóratölti, 100m ljósaskeið, 150m skeiði, 250m skeiði og 100m rökkurbrokki. Í A- og B-flokki er boðið upp á áhugamannaflokk. Tölt T3 og skeiðgreinarnar eru með hefðbundnu sniði. Peningaverðlaun eru fyrir þrjá bestu tímana í skeiðgreinunum. Rökkurbrokkið fer fram á sama hátt og 100m fljúgandi skeið, nema gangtegundin er brokk. Í rökkurbrokki eru einnig peningaverðlaun fyrir þrjá bestu tímana (Þegar skráð er í rökkurbrokk er valin keppnisgreinin “annað”). Forstjóratöltið er skemmtileg grein þar sem styrktaraðilar og velunnarar mótsins etja kappi.

Skráning er á sportfengur.com og lýkur á miðnætti í kvöld. Ekki missa af einu skemmtilegasta móti ársins!

Ef vandamál koma upp við skráningu má hafa samband í s.869-8425 eða í tölvupósti á theo@inter.is<mailto:theo@inter.is> áður en skráningu er lokið.

Allt um mótið á www.sprettarar.is<http://www.sprettarar.is/>  og á facebook síðu Hestamannafélagsins Spretts