föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðasti skráningardagur á miðssumarssýningar

Óðinn Örn Jóhannsson
14. júlí 2017 kl. 08:23

Kynbótahryssur

Mikið skráð á sýningunna á Gaddstaðaflötum.

Í dag er síðasti skráningardagur á miðssumarssýningar kynbótahrossa en þær fara fram á Hólum í Hjaltadal og Gaddstaðaflötum við Hellu. 

Nú þegar hafa rúm 200 hross verið skráð á Gaddstaðaflötum en á þriðja tug á Hólum. Skráningu líkur á miðnætti en hámarksfjöldi á sýninguna á Hólum eru 128 hross en 240 á Gaddstaðaflötum. Því er ólíklegt að sýningin fyllist á Hólum en sunnan heiða gæti það gerst.

Skráningar fara frá á vefslóðinni: http://skraning.sportfengur.com/SkraningSynkort.aspx?mode=add