miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðasti skráningadagur í Ístölt Austurlands

23. febrúar 2011 kl. 10:15

Síðasti skráningadagur í Ístölt Austurlands

Í dag er síðasti skráningadagur í Ístölt Austurlands.

Ístölt Austurlands 2011 verður haldið á Móavatni við Tjarnaland laugardaginn 26. febrúar.  Keppni hefst kl. 10 en það er hestamannafélagið Freyfaxi sem stendur fyrir mótinu.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Tölt opinn, Tölt áhugamenn, Tölt yngri en 16 ára, B-flokk, A-flokk.  Skráningagjald á hvern knapa er 2500 kr. á fyrsta hest, 2000 kr. á annan og 1500 kr. á þriðja. Fylgja skal skráningu pöntun á hesthúsplássi, upplýsingu um komutíma og brottför.

Nauðsynlegt  er að greiða skráningagjaldið um leið og skráð er. Ekki er hægt að skrá eftir lokun skráningafrests.

Skráning er hjá Nikólínu í síma 847-8246 eða á netfangið: freyfaxi@visir.is