miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðasti skráningadagur á Lífstöltið

24. mars 2011 kl. 10:27

Síðasti skráningadagur á Lífstöltið

Í dag, fimmtudag, er síðasti skráningadagur á Lífstöltið sem haldið verður sunnudaginn 27. mars nk. í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ.

Lífstöltið er töltmót fyrir konur til styrktar LÍFI – styrktarfélagi kvennadeildar Landsspítalans Háskólasjúkrahúss.
Keppt verður í fjórum flokkum á mótinu, byrjendaflokk, flokk minna og meira keppnisvanra kvenna og opnum flokk.

Tekið er á móti skráningum í símum 8970160 (Tóta), 8996972 (Begga) og 8661754 (Line) til kl. 22 í kvöld. Skráningargjöld eru frjáls en þó að lágmarki 1000 kr. sem mun renna óskert til LÍFs.