miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðasta mót vetrarins

28. mars 2014 kl. 13:02

Skagfirska mótaröðin í Svaðastaðahöllinni

Skagfirska Mótaröðin

Fjórða og síðasta mót vetrarins verður miðvikudaginn 2.apríl

Keppt verður í eftirfarandi flokkum: 
Barnaflokkur - T7, Unglingaflokkur - T3, Ungmennaflokkur - V2, Öðrum flokki fullorðina - V2 og Fyrsta flokk (opin flokkur) T2 og Skeið 

Keppt verður í T2
( Einn knapi er inná vellinum í einu. Verkefnið er 1. Tölt frjáls ferð - 1 hringur. 2. Hægt tölt, jafn og rólegur hraði, 1 hringur. 3. Hægt tölt uppí milliferð 1 hringur, þar sem báðir taumar eru teknir í aðra hönd og greinilega sýnt að taumsamband við munn hestsins sé ekki til staðar.)
í Fyrsta flokk (opin) fullorðina

Keppt verður í T7 (Tveir eða fleiri knapar eru inná í einu og stjórnað af þul. Keppni hefst upp á þá hönd sem skráð er í ráslista. verkefnið er 1. Hægt tölt - hægt niður á fet og skipt um hönd. 2. Frjáls ferð á tölti )
 í Barnaflokk. 

Keppt verður í T3 (Tveir eða fleiri knapar eru inná í einu og stjórnað af þul. Keppni hefst upp á þá 
hönd sem skráð er í ráslista. Verkefnið er 1. Hægt tölt, Hægt niður á fet og skipt um hönd 2. Hægt tölt, greinilegur hraðamunur á langhliðum, hægt tölt á skammhliðum 3. yfirferðartölt. ) 
Í Unglingaflokk.
 
Keppt verður í V2 (Tveir eða fleiri knapar eru inná í einu og stjórnað af þul. Keppni hefst upp á þá hönd sem skráð er í ráslista. verkefnið er 1. Hægt tölt 2. Hægt til milliferðar brokk 3. meðalfet 4. Hægt til milliferðar stökk 5. Yfirferðartölt ) 
í Ungmennaflokk og Öðrum flokk fullorðina.
 
Keppt verður í Skeiði í Fyrsta (opnum) flokk fullorðina 

Keppni mun hefjast klukkan 18:30 á Barnaflokki. Aðgangseyrir 1000kr 

Skráning í e-mail: fritz@mi.is fyrir kl. 24:00 sunnudaginn 30.mars 

Skráningargjald er 1500kr fyrir fullorðna og 500kr fyrir börn og unglinga. 

FISK Seafood er styrktar aðili mótsins. 


Á þessu móti verða svo krýndir stigahæstu keppendurnir í hverjum flokki fyrir sig. Hægt verður að sjá inná svadastadir.is og facebooksíðu reiðhallarinar hvernig stigin standa eftir 3.mót og mun svo verða hart barist um lokastigin á miðvikudagskvöldið 2.april