mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðasta keppni KB mótaraðar

10. apríl 2015 kl. 09:37

Frá verðlaunaafhendingu í KB-mótaröðinni.

Keppt verður í fimmgangi og töti í Faxaborg.

Síðasta mót KB mótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 18. apríl n.k. í Faxaborg. Keppt verður í fimmgangi og tölti og hefst keppni kl. 10.

"Mótið hefst á forkeppni í tölti T3 (þrír saman í holli) – Barnaflokkur – Unglingaflokkur – 2. flokkur

Forkeppni í fimmgangi F2 (tveir saman í holli) – Ungmennaflokkur – 1. flokkur – Opinn flokkur.

Úrslit hefjast svo að lokinni forkeppni og verða í sömu röð og í forkeppni.

Skráningargjöld eru kr. 2.500.- í öllum flokkum nema barna – og unglingaflokkum en þar eru þau 1.000.-

Skráningar fara að vanda fram í skráningakerfi Sportfengs (sportfengur.com). Mótshaldari er Skuggi og síðan rekur ferlið sig nokkuð auðveldlega. Í þeim tilfellum sem vandræði koma upp þá má senda upplýsingar (kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og hönd ) á netfangið kristgis@simnet.is eða hringja í síma 898-4569. Allir hestar verða að vera skráðir í World-Feng og allir keppendur skráðir í hestamannafélag. Skráning hefst laugardaginn 11. apríl og lýkur miðvikudaginn 15. apríl kl. 24. Alls ekki draga skráningu fram á síðustu stundu.

Ath: Keppendum verður ekki bætt inn á skrá eftir að 1. útgáfa ráslista kemur út nema um sannanleg mistök sé að ræða."

Þetta kemur fram í tilkynning frá mótanefnd Faxa og Skugga.