miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðasta bikarkeppnin í kvöld

11. mars 2011 kl. 11:44

Síðasta bikarkeppnin í kvöld

Síðasta mót í Bikarkeppni hestamannafélaganna á Höfuðborgarsvæðinu fer fram í kvöld, föstudaginn 11. mars kl. 20 í reiðhöllinni í Víðidal.

Keppt verður er í smala ásamt brokki og skeiði á tíma í gegnum höllina en hvert hestamannafélag sendir tvo keppendur í smalann, einn í brokk og einn í skeið.

Bikarkeppni hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu er mótaröð þar sem hestamannafélögin Andvari, Fákur, Gustur, Hörður, Máni, Sóti og Sörli keppa sín á milli og safna stigum fyrir félögin.

Á hverju móti er öflugasta stuðningsliðið valið og fær það stuðningsmannalið, sem stendur sig best á öllum keppnunum þremur, bikar á lokamótinu eins og það hestamannafélag sem sigrar keppnina.

Hér eru ráslistar kvöldsins:

 

Smali

Matthías Kjartansson og Glói frá Vallanesi -Gustur

Brynja Kristinsdóttir og Fiðla frá Gunnlaugsstöðum -Sörli

Jón Bjarnason - Hörður

Már Jóhannsson og Vlíant frá Miðhjáleigu - Andvari

Jóhanna Margrét Snorradóttir og Gréta frá S.—Skóganesi- Máni

Rakel Jónsdóttir og Dagga frá Reykhólum - Fákur

Össur P. Valdimarsson og Marel frá Garðabæ -Gustur

Kristján Jónsson og Bróðir frá Stekkjardal- Sörli

Halldóra Huld Ingvarsdóttir -Hörður

Erna Björnsdóttir og Ófeigur frá Klettholti - Andvari

Snorri Ólason og Dynur frá Ásbrú- Máni

Ragnar Tómasson og Gormur frá Reykjavík - Fákur

 

Brokk

Bjarnleifur Smári Bjarnleifsson og Sýn frá Grásteini - Gustur

Daníel Ingi Smárason og Gæskur frá Brautarholti - Sörli

Hrönn Kjartansdóttir - Hörður

Axel Geirsson og Snerra frá Reykjavík - Andvari

Tinna Rut Jónsdóttir og Undri frá Bjarnastöðum -Máni

Kristín Ísabella Karelsdóttir og Blossi frá Hurðarbaki - Fákur

 

Skeið

Bjarnleifur Smári Bjarnleifsson og Mar frá Grásteini - Gustur

Ingibergur Árnason og Lenda frá Suður-Nýja-Bæ -Sörli

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir - Hörður

Axel Geirsson og Losti frá Norður-Hvammi - Andvari

Camilla Petra Sigurðardóttir og Vera frá Þóroddsstöðum - Máni

Teitur Árnason og Korði frá Kanastöðum - Fákur