laugardagur, 16. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sex WR mót hérlendis á árinu

16. febrúar 2012 kl. 17:16

Sex WR mót hérlendis á árinu

Sex World Ranking mót verða haldin á Íslandi í ár skv. alþjóðasamtökunum FEIF, en árangur á mótunum er skráður á heimslista FEIF. Sitt sýnist hverjum um heimslistann sem hefur þann tilgang að sýna einhvers konar samanburð keppenda á milli landa þar sem þrjár bestu einkunnir knapa á WR mótum sl. tveggja ára eru reiknaðar inn á listann.

 

Fyrsta WR mótið á árinu er opna íþróttamót Mána í Keflavík í apríl, en af þessum sex mótum eru tvö þeirra á sama tíma, íþróttamót Harðar í Mosfellsbæ og íþróttamót Sleipnis á Selfossi.

 

  • 20. -22. apríl: Opna íþróttamót Mána - Máni, Mánagrund Keflavík
  • 2.-6. maí: Reykjavíkurmeistaramót - Fákur, Hvammsvöllur Víðidalur Reykjavík
  • 11.-13. maí: WR Opið íþróttamót Sleipnis - Sleipnir, Brávellir Selfoss
  • 11.-13. maí: WR Íþróttamót Harðar - Hörður, Varmárbakkar
  • 19.-22. júlí: Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum - Stígandi, Léttfeti, Svaði, Vindheimamelar Skagafirði
  • 15.-19. ágúst: Suðurlandsmót - Geysir, Gaddstaðaflatir Hella