laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sex lið kynnt í Meistardeild

13. janúar 2012 kl. 08:17

Sigurbjörn á Penna frá Glæsibæ í Ölfushöllinni í fyrra.

Kanónur í liði Lýsis

Þá hafa sex lið Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum verið kynnt til sögunnar. Óhætt er að segja að lið Lýsis sé sigurstranglegt, en þar um borð eru helstu kanónur deildarinnar frá upphafi, þeir Sigurbjörn Bárðarson og Sigurður Sigurðarson. Einnig hinn ákafi keppnismaður Eyjólfur Þorsteinsson, sem hefur nartað hressilega í félaga sína í deildinni undanfarin ár, og Silvía Sigurbjörnsdóttir, sem er fyrirmyndar reiðmaður út frá sjónarhóli góðrar reiðmennsku.

Í liði Málningar eru einnig reyndir kappar. Sigurður V Matthíasson er fyrirliði og við hlið hans er eiginkona hans Edda Rún Ragnarsdóttir. Sara Ástþórsdóttir er í liðinu og kemur fersk inni í deildina. Valdimar Bergstað er einnig í liðinu, en hann er reyndur Meistaradeildarknapi þótt ungur sé.

Spónn.is teflir fram liði vaskra sveina. Sigursteinn Sumarliðason, töltmeistari 2011, er fyrirliði. Honum til fulltingis eru þeir Elvar Þormarsson, Ólafur Ásgeirsson og Ævar Örn Guðjónsson. Allt flottir strákar í toppformi.

Nánari upplýsingar á síðu Meistaradeildar í hestaíþróttum HÉR.