laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sex hlutu gullmerki LH

14. október 2016 kl. 15:46

60. Landsþing Landssambands hestamannfélaga er hafið.

60. landsþing Landssambands hestamannfélaga er hafið í Stykkishólmi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra heiðraði samkomuna og flutti setningarávarp.

Sex félagar voru heiðraðir og voru það þau Bjarni Alexandersson, Guðrún Fjelsteð, Bragi Ásgeirsson, Sigurborg Ágústa Jónsdóttir, Haukur Sveinbjörnsson og Tryggvi Gunnarsson. Allir þessir félagar hafa unnið ötullega að framgangi hestamennskunnar á Íslandi hvert á sinn hátt og eru mikilvægir félagsmenn í sínum félögum sem og landssambandinu okkar. Hestamenn þakka þessu fólki fyrir sitt óeigingjarna starf og óska þeim til hamingju með gullmerki sitt.